Ísafold Hjúkrunarheimili Gardabæ
Á  Strikinu 1-3 í Garðabæ stendur Ísafold, þjónustumiðstöð fyrir aldraða og hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa. Hjúkrunarheimilið er á 2., 3. og 4 hæð í sex litlum hlýlegum einingum með heimilislegu yfirbragði. Hver eining samanstendur af 8 -10 einstaklingsherbergjum með sér baði, sameiginlegu eldhúsi fyrir íbúa einingarinnar  ásamt borð- og setustofu. Í vissum tilvikum er möguleiki að opna milli herbergja þannig að hjón geti búið saman á heimilinu í tveim samliggjandi herbergjum. Á fyrstu hæð Ísafoldar er síðan þjónustumiðstöð fyrir eldri bogara með iðjuþjálfun, dagdvöl fyrir 20 manns, eldhúsi og matstofa, hárgreiðslu, fótaðgerðastofu, hreyfisal, aðstöðu heimaþjónustu Garðabæjar,sjúkraþjálfun og bakarí. Húsið er hannað sem U - laga bygging með svölum og útisvæðum sem snúa inn í skjólríkan garð mót suðri. THG Arkitektar eru arkitektar hússins og sáu um verkefnastjórn á framkvæmdinni.

Ísafold Nursing Home in Gardabær has 60 residents in six small units. Each unit has 10 single rooms with private bath and kitchen. Each unit is provided with common kitchen, dining and living room. The estimated construction cost of the building was estimated at 2,040 m.kr but it is expected to be 80% of the estimated construction costs.