Hamrar Hjúkrunarheimili - Mosfellsbæ
Húsið er á tveimur hæðum með 30 einstaklingsíbúðir fyrir aldraða og er 2.250 m² að stærð og skiptist í þrjár íbúðareiningar sem eru með heimilislegu yfirbragði. Íbúðirnar snúa ýmist í austur eða vestur þannig að það er gott útsýni úr þeim. Á fyrstu hæð eru átta íbúðir ætlaðar einstaklingum með heilabilun sem er með sér aflokuðum garði og til viðbótar eru tvær íbúðir sem eru ætlaðar fyrir hvíldarinnlagnir. Á annarri hæð eru tvær einingar með 10 íbúðum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og eru með sér baðherbergi og eldhúskróki. Hver íbúðareining er með sameiginlegri borð- og setustofa þar sem einnig er gert ráð fyrir að íbúar geti föndrað, hlustað á upplestur og spilað saman. Í miðkjarna hússins er aðalinngangur, aðstaða fyrir starfsfólk og sjúkrabað. Hjúkrunarheimilið tengist beint endurnýjaðri þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara sem tekin var í notkun í vor og einnig öryggisíbúðum sem eru austan við hjúkrunarheimilið. Húsið er staðsteypt einangrað að utan og klætt með flísum og áli.

Three elderly apartment unis for a total of 30 apartments - 2.250 m². The apartments are well orientated to gain view of the surroundingsThe apartments are spacious and have a private bathroom and kitchenette. The central core of the building is the main entrance.