Grunnskólinn - Sandgerði
Stækkun og ný útisundlaug, 2.300 m², 2007-2009. Grunnskólinn í Sandgerði samanstendur af mörgum samtengdum byggingum og áföstu íþróttahúsi með útisundlaug. Verkefnið fólst í að byggja tveggja hæða stækkun með 13 skólastofum, kennarastofu og veislusal, sem yrði miðja skólans og tengdi saman 5 eldri skólabyggingar. Stækkun íþróttahússins fólst í að byggja við hann búningsherbergi og líkamsræktarsal, auk þess að byggja nýja útisundlaug og bæta aðstöðu við laugarnar. Markmiðið var ná góðri tengingu milli hinna ólíku byggingar skólans, að byggja hagkvæmar lágstemmdar byggingar sem féllu vel að umhverfi sínu og næðu að skapa heildarsvip yfir skólaklasanum.

Extension and new outdoor pool of 2,300 m², 2007-2009. The school is shaped by several interconnected buildings and an attached gymnasium with outdoor pool. The project consists of two floors extension with 13 classrooms, staff room and canteen. The aim was to achieve a solid connection between different school buildings.