Vogar

Samkeppni um Vogabyggð - Reykjavík
Verkefnið fjallar um umbreytingu iðnaðarhverfis í íbúða-og atvinnuhverfis og hvernig fortíð og nútíð fléttast saman í heilsteypta nútímalega borgarmynd, sem endurspeglar borgarmenningu samtímans og samrýmist skipulagsstefnu Borgarinnar. Markmiðið er að tengja Vogahverfið  aftur við sjávarsíðuna og skapa þétta og lifandi byggð þar sem ímynd og saga hverfisins, sem iðnaðarsvæðis, er varðveitt. Þar verður lögð áhersla á umhverfisvænan ferðamáta og græn svæði/tengingar sem stuðla að heilbrigðu líferni, bæði andlegu og líkamlegu. Áhersla er lögð á sterka tengingu við smábátahöfnina sem almenningsrými og á Háubakka og mikilvægi þeirra í jarðsögulegu tilliti.
Í tillögugerðinni vinnum við  með 4 stefnur:
1. Byggðarstefnu - skipulag bygginga
2. Græna stefnu - garðar og útivistarsvæði
3. Bláa stefnu - svæðin við vatnið og meðferð regnvatns
4. Gráa stefnu - vegir, stígar og aðrar tengingar

Teymi: Magnús Freyr Gíslason arkitekt  MAA - Emma Hildur Helgadóttir arkitekt MAA - Halldór Guðmundsson arkitekt FAÍ, MAA - Freyr Frostason arkitekt FAÍ - Ragnar Auðunn Birgisson arkitekt FAÍ - Oddur Kr. Finnbjarnarson arkitekt FAÍ

The project focuses on the transformation an industrial district in to residential and commercial. The past and present weave together into a urban fabric, reflecting the future vision for Reykjavik City.
The goal is to connect the Vogar area back to the sea side and create vibrant area where the image and history of the neighborhood is preserved. An emphasis is on environmentally friendly transportation and green space / connections that promote a healthy lifestyle, both mentally and physically. 
The four planning policies:
1 Urban policy - the planning of buildings
2 Green policy - gardens and outdoor areas
3 Blue policy - areas of water treatment and rainwater
4 The gray policy - roads , paths and other connections